Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 01. september 2015 09:27
Magnús Már Einarsson
Gögn vegna De Gea 28 mínutum of sein - Real ræðir við FIFA
David De Gea.
David De Gea.
Mynd: Getty Images
Sky Sports segir að spænska knattspyrnusambandið hafi ekki fengið gögn vegna félagaskipta David De Gea fyrr en 28 mínútum eftir að félagaskiptaglugginn lokaði í gær.

Spænska úrvalsdeildin hefur staðfest að gögnin komu ekki í tæka tíð. Manchester United heldur því fram að félagið hafi sent gögnin á réttum tíma en Real Madrid hafi klúðrað málunum.

De Gea hefur verið orðaður við Real Madrid í allt sumar og félagið náði loks samkomulagi við Manchester United í gær. Ekki náðist hins vegar að ganga frá pappírsmálunum í tæka tíð.

Real Madrid ætlar að ræða við FIFA í von um að hægt verði að koma skiptunum í gegn.

Spænska íþróttablaðið Marca heldur því hins vegar fram að það sé ekki möguleiki og ekkert verði af skiptunum fyrr en í fyrsta lagi í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner