Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 01. september 2015 21:00
Alexander Freyr Tamimi
Juventus reyndi að fá Marek Hamsik
Hamsik var á óskalista Juventus.
Hamsik var á óskalista Juventus.
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, staðfesti í dag að hann hafi hafnað 25 milljóna evra tilboði Juventus í Marek Hamsik á lokadegi félagaskiptagluggans.

Juventus vildi fá slóvakíska landsliðsmanninn í sínar raðir en endaði á að fá Hernanes frá Inter og Mario Lemina á láni frá Marseille, en ítölsku meistararnir hafa byrjað tímabilið á tveimur tapleikjum.

„Napoli er félag sem hélt stjörnunum sínum," sagði De Laurentiis við Radio Kiss Kiss.

„Juventus vildi Hamsik á 25 milljónir evra, ég bað þá um að fá Stefano Sturaro og Daniele Rugani og þeir höfnuðu því... þannig þeir fengu Hernanes í staðinn!"

„Við fengum tilboð upp á samtals 98 milljónir evra og þá tel ég ekki með tilboðin í Gonzalo Higuain. Að selja ekki þessa leikmenn er eins og að kaupa leikmenn fyrir sömu upphæð."

Athugasemdir
banner
banner
banner