Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. september 2015 22:30
Alexander Freyr Tamimi
Schweinsteiger: Manchester ekki jafn slæm og allir halda
Schweinsteiger kann vel við sig í Manchester.
Schweinsteiger kann vel við sig í Manchester.
Mynd: Getty Images
Bastian Schweinsteiger, miðjumaður Manchester United, kann vel við sig í nýrri borg og segir að „Manchester sé ekki jafn slæm og allir halda“.

Þessi 31 árs gamli miðjumaður gekk til liðs við United frá Bayern Munchen í sumar og batt enda á 17 ára dvöl sína í heimalandinu. Hann viðurkennir að nýrri borg fylgi miklar breytingar en er ánægður á Englandi.

„Auðvitað er allt nýtt fyrir mér. En þetta er mjög gaman," sagði Schweinsteiger.

„Félagið er risastórt en því miður höfum við tapað stigum í síðustu tveimur leikjum. Annars værum við í betri stöðu núna."

„En þetta er mjög gaman og það er virkilega yndislegt að vera hérna. Okkur finnst borgin ekkert sérlega falleg en ég get sagt að fólkið er mjög almennilegt og sýnir manni virðingu. Borgin er fín."

Athugasemdir
banner
banner