Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 01. október 2014 22:28
Daníel Freyr Jónsson
5000 miðar seldir á FH - Stjarnan
Kaplakriki verður troðfullur á laugardaginn.
Kaplakriki verður troðfullur á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sjaldan eða aldrei hefur eftirvænting eftir leik á Íslandsmótinu verið jafn mikil og fyrir leik FH og Stjörnunar á laugardag.

Um er að ræða sannkallaðan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn, en FH er með tveggja stiga forystu á Stjörnuna á toppi deildarinnar fyrir lokaumferðina.

Forsalan á leikinn hefur gengið frábærlega og eru þegar 5000 miðar seldir samkvæmt tilkynningu frá FH nú í kvöld.

Uppselt er í stúku með yfirbyggðu þaki í Kaplakrika og ljóst er að áhorfendamet í efstu deild gæti fallið. 6177 áhorfendur sáu leik KR og ÍA árið 1961 og það met gæti fallið á laugardag.

Almenn miðasala á leik FH og Stjörnunnar hefst í Kaplakrika klukkan 9 í fyrramálið.
Athugasemdir
banner
banner
banner