Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 01. október 2014 14:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 21. umferð: Gæti hent í veislu eftir tímabilið
Leikmaður 21. umferðar - Atli Guðnason (FH)
Atli og Steven Lennon hafa náð vel saman.
Atli og Steven Lennon hafa náð vel saman.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Atli Guðnason fagnaði þrítugsafmæli sínu með því að skora þrennu og leggja upp eitt mark í 4-1 sigri FH á Val. Atli er leikmaður 21. umferðar á Fótbolta.net.

,,Þetta var bara veislan. Ég gerði ekkert meira í tilefni dagsins en það er aldrei að vita hvort maður hendi í veislu eftir tímabilið," sagði Atli við Fótbolta.net um afmælidsaginn.

,,Þetta var góður leikur og það gekk mikið upp. Þetta var ekkert svo mikið öðruvísi en flestir leikir nema ég skoraði þessi þrjú mörk."

Atli og Steven Lennon hafa náð vel saman í sóknarlínu FH í undanförnum leikjum.

,,Hann er góður að fá boltann í lappir og finna mann aftur. Hann er líka góður í þríhyrningum og það er gott að spila með honum. Hann er það fljótur að maður þarf bara að sparka boltanum inn fyrir og þá nær hann honum."

Úrslitin á sunnudag þýða að Stjarnan og FH mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á laugardag.

,,Það stefnir í að það verði troðið í Krikanum og það verður gaman að sýna sig fyrir framan marga áhorfendur."

,,Þetta verður stærsti leikur sem allir leikmenn hafa spilað á Íslandi. Þetta verður svakaleg stemning þar sem tvö jöfn lið eru að fara að spila. Þetta verður jafn leikur."

,,Okkur hefur gengið betur gegn þeim í Krikanum en okkur hefur ekki gengið sérstaklega með þá á Samsung vellinum. Í fyrra gekk vel gegn þeim í síðasta leik og við ætlum bara að reyna að halda því áfram,"
sagði Atli.

Sjá einnig:
Leikmaður 20. umferðar - Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Leikmaður 19. umferðar - Kassim Doumbia (FH)
Leikmaður 18. umferðar - Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Leikmaður 17. umferðar - Ólafur Páll Snorrason (FH)
Leikmaður 16. umferðar - Andri Ólafsson (ÍBV)
Leikmaður 15. umferðar - Jóhannes Karl Guðjónsson (Fram)
Leikmaður 13. umferðar - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Leikmaður 13. umferðar - Igor Taskovic (Víkingur R.)
Leikmaður 12. umferðar - Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Leikmaður 11. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Leikmaður 10. umferðar - Jeppe Hansen (Stjarnan)
Leikmaður 9. umferðar - Kristján Gauti Emilsson (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Aron Elís Þrándarson (Víkingur)
Leikmaður 7. umferðar - Pape Mamadou Faye (Víkingur)
Leikmaður 6. umferðar - Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Leikmaður 5. umferðar - Ögmundur Kristinsson (Fram)
Leikmaður 4. umferðar - Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Leikmaður 2. umferðar - Jonas Sandqvist (Keflavík)
Leikmaður 1. umferðar - Mads Nielsen (Valur)
Athugasemdir
banner
banner
banner