Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 01. október 2014 06:00
Alexander Freyr Tamimi
De Boer: Þetta var aldrei víti
De Boer var svekktur með jafnteflið.
De Boer var svekktur með jafnteflið.
Mynd: Getty Images
Frank de Boer, þjálfari Ajax, segir að APOEL hafi fengið gefins vítaspyrnu í 1-1 jafntefli liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

Hollandsmeistararnir hefðu getað farið á topp G riðils, sem inniheldur einnig Barcelona og Paris Saint-Germain, með sigri, en APOEL tryggði sér stig með vítaspyrnu frá Gustavo Manduca.

,,Þetta var aldrei víti," sagði De Boer, en hendi var dæmd á Ricardo van Rihjn.

,,Við drottnuðum yfir þessum leik og fengum á okkur víti sem aldrei átti að vera dæmt. Við fengum líka færi til að klára leikinn en því miður tókst það ekki."

Athugasemdir
banner
banner