Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 01. október 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Jóhann Berg tæpur fyrir landsleikina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvort Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Charlton, verði klár í slaginn þegar Ísland mætir Lettlandi og Hollandi í undankeppni EM 10 og 13. október.

Jóhann Berg meiddist á ökkla gegn Middlsebrough um síðustu helgi.

Jóhann var ekki með Charlton gegn Norwich í gærkvöldi og samkvæmt frétt London Evening Standard mun hann missa af leik liðsins gegn Birmingham á laugardag.

Í kjölfarið tekur landsleikjahlé við og óvíst er hvort Jóhann nái sér af meiðslunum fyrir þann tíma.

Jóhann missti af leik Íslands og Tyrklands í síðasta mánuði vegna meiðsla á nára.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner