mið 01. október 2014 20:37
Daníel Freyr Jónsson
Meistaradeildin - Úrslit: Liverpool tapaði í Sviss - Welbeck með þrennu
Welbeck skoraði þrjú gegn Galatasaray.
Welbeck skoraði þrjú gegn Galatasaray.
Mynd: Getty Images
Liverpool lá gegn Basel.
Liverpool lá gegn Basel.
Mynd: Getty Images
Danny Welbeck var maður kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Framherjinn skoraði þrennu í 4-1 sigri Arsenal á Galatasaray.

Alexis Sanches komst einnig á blað hjá Skyttunum, en mark Tyrkjana skoraði Burak Yilmaz úr vítaspyrnu eftir að Wojciech Szczesny braut af sér innan teigs. Pólverjinn fékk að líta beint rautt spjald í kjölfarið.

Arsenal situr í 2. sæti D-riðils með 3 stig á eftir toppliði Dortmund sem er með fullt hús stiga eftir flottan 3-0 útisigur á Anderlecht.

Liverpool tapaði sínum leik gegn Basel í Sviss, 1-0. Eina mark leiksins skoraði markahrókurinn Marko Streller snemma í síðari hálfleik.

Þá unnu Evrópumeistarar Real Madrid lið Ludogorets á útivelli. Lokatölur í Búlgaríu urðu 2-1 þar sem Cristiano Ronaldo og Karim Benzema gerðu mörk Real í leiknum, en heimamenn höfðu komist yfir strax á 6. mínútu.

Óvænt úrslit urðu síðan í Svíþjóð þar sem Malmö vann 2-0 sigur á Olympiakos.

Úrslit kvöldsins má sjá hér að neðan.

A-riðill:

Malmo FF 2 - 0 Olympiakos
1-0 Markus Rosenberg ('42 )
2-0 Markus Rosenberg ('82 )

Atletico Madrid 1 - 0 Juventus
1-0 Arda Turan ('75 )

B-riðill:

Basel 1 - 0 Liverpool
1-0 Marco Streller ('52 )

Ludogorets 1 - 2 Real Madrid
1-0 Marcelinho ('6 )
1-0 Cristiano Ronaldo ('10 , Misnotað víti)
1-1 Cristiano Ronaldo ('25 , víti)
1-2 Karim Benzema ('77 )

C-riðill:

Zenit 0 - 0 Monaco

Bayer 4 - 1 Benfica
1-0 Stephan Kiessling ('25 )
2-0 Son Heung-Min ('34 )
2-1 Eduardo Salvio ('62 )
3-1 Hakan Calhanoglu ('64 , víti)
4-1 Hakan Calhanoglu ('64 , víti)

D-riðill:

Arsenal 4 - 1 Galatasaray
1-0 Danny Welbeck ('22 )
2-0 Danny Welbeck ('30 )
3-0 Alexis Sanchez ('41 )
4-0 Danny Welbeck ('52 )
4-1 Burak Yilmaz ('63 , víti)

Rautt spjald:Wojciech Szczesny, Arsenal ('60)

Anderlecht 0 - 3 Borussia D.
0-1 Ciro Immobile ('3 )
0-2 Adrian Ramos ('69 )
0-3 Adrian Ramos ('79 )

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner