Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 01. október 2014 19:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Mirror 
Taarabt má fara frá QPR í janúar
Taarabt gæti snúið aftur á San Siro.
Taarabt gæti snúið aftur á San Siro.
Mynd: Getty Images
QPR mun leyfa Adel Taarabt að fara frá félaginu þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný í janúar. AC Milan er sagt hafa áhuga á leikmanninum.

Þessi 25 ára gamli miðjumaður lék með Milan seinni hluta síðustu leiktíðar sem lánsmaður en snéri hann aftur á Loftus Road í sumar.

Hann hefur hinsvegar einungis komið við sögu í einum deildarleik á tímabilinu og þykir ljóst að dagar hans hjá félaginu eru taldir.

,,Adel getur farið í janúar, en það er of snemmt að segja hvert. Ítalía er hinsvegar opin möguleiki," sagði umboðsmaður Taarabt.
Athugasemdir
banner
banner