Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. október 2014 07:00
Alexander Freyr Tamimi
Totti: Ég var ekki að hugsa um metið
Francesco Totti.
Francesco Totti.
Mynd: Getty Images
Francesco Totti, framherji Roma, segir að liðið hafi verið óheppið að vinna ekki Manchester City í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi, en lokatölur urðu 1-1 á Etihad leikvangnum.

Totti skoraði mark Roma eftir að Sergio Aguero hafði komið City yfir snemma leiks úr vítaspyrnu og varð Ítalinn jafnframt elsti markaskorari Meistaradeildarinnar frá upphafi.

,,Ef við horfum á allar 90 mínúturnar, þá fengum við betri færin og hefðum getað unnið," sagði fyrirliðinn við Sky Sports.

,,Við lentum strax undir eftir víti en komum til baka, sem var ekki auðvelt gegn einu sterkasta liði Evrópu. Við sýndum hvað í okkur býr og við ætlum að gera okkar besta og reyna að komast upp úr riðlinum, sem verður ekki auðvelt."

,,Hreinskilnislega sagt, þá var ég ekki að hugsa um metið. Ég hugsa alltaf meira um liðið með sjálfan mig, þannig hef ég náð svona löngum ferli. Þegar ég skora fyrir liðið, þá eru persónuleg met bara afleiðing."

Athugasemdir
banner
banner
banner