Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. október 2014 13:30
Magnús Már Einarsson
Totti þakkar Manchester City fyrir Twitter færsluna
Totti vippar boltanum framhjá Joe Hart.
Totti vippar boltanum framhjá Joe Hart.
Mynd: Getty Images
Manchester City birti í gærmorgun færslu á Twitter síðu sinni þess efnis að Francesco Totti hefði aldrei náð að skora í leik á Englandi.

Hinn 38 ára gamli Totti svaraði því með því að skora jöfnunarmark Roma gegn Manchester City á Etihad leikvanginum í gærkvöldi.

,,Twitter færslan hjá City? Hún færði mér lukku," sagði Totti eftir leikinn en hann varð í gær elsti markaskorarinn í sögu Meistaradeildarinnar.

,,Þetta var fallegt mark og góð frammistaða hjá liðinu. Ég vildi virkilega skora þar sem ég hafði ekki náð að skora á tímabilinu hingað til."
Athugasemdir
banner
banner