Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 01. október 2014 15:30
Magnús Már Einarsson
Zoran Miljkovic: Mourinho kaupir alltaf nýja leikmenn
Zoran Miljkovic.
Zoran Miljkovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
,,Þetta er gott skref fyrir mig og fyrir félagið. Þetta er gott fyrir báða aðila," sagði Zoran Miljkovic við Fótbolta.net í dag en hann var í gær ráðinn þjálfari Selfyssinga. Zoran hóf viðræður við Selfyssinga í gær og aðilar hafa nú náð samkomulagi.

Zoran þekkir vel til á Selfossi en hann þjálfaði liðið árið 2007 og 2008 með fínum árangri. Zoran kom Selfyssingum upp úr 2. deild og liðið fór strax í toppbaráttuna í 1. deildinni.

,,Ég veit allt um félagið, aðstæðurnar og leikmannahópinn. Ég vil handa núverandi hóp en við munum reyna okkar besta til að fá fleiri leikmenn."

,,Fyrrum leikmenn mínir Jón Steindór (Sveinsson) og Sævar Þór Gíslason verða hluti af þjálfarateyminu. Með hjálp frá þeim verður auðveldara að finna það sem við þurfum á að halda. Við þurfum klárlega fleiri leikmenn, það er fyrsta markmið. Við byrjum að æfa í nóvember og tökum þetta skref fyrir skref. Við þurfum að sjá hverju við þurfum á að halda."


Zoran segir ekki hægt að segja til um það strax hvort að hann stefni á toppbaráttu með Selfyssinga líkt og árið 2008.

,,Það er of snemmt að tala um það. Viðhorf mitt í fótbolta er að vinna alla leiki og maður veit aldrei. Ég get ekki sagt núna að við verðum í toppbaráttu en við spilum til sigurs. Ég þarf að sjá liðið og sjá hvað vantar. Það er allt mögulegt og við þurfum að sjá til eftir undirbúningstímabilið. Það er engin pressa á okkur núna. Aðalmarkmið okkar er að leggja hart að okkur og standa okkur vel."

Zoran þjálfaði Leikni síðari hluta sumars 2011 og Þrótt síðari hluta sumars í fyrra. Hann hefur mætt til Íslands yfir sumartímann til að fylgjast með fótboltanum og hann gerði það einnig í sumar.

,,Ég hef fylgst vel með Pepsi-deildinni, fyrstu deildinni og annarri deildinni. Ég þekki liðin sérstaklega vel í fyrstu deildinni því ég var hjá Þrótti, Leikni og Selfossi þar sem ég horfði á marga tíma í þessari deild. Ég veit að við þurfum að halda þessum hóp og fá nýja leikmenn eins og alltaf. Hjá Chelsea kaupir Mourinho alltaf einhvern nýjan leikmann," sagði Zoran að lokum og hló.
Athugasemdir
banner
banner
banner