Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 01. október 2016 11:30
Hafliði Breiðfjörð
Addó: Breiddin fór upp með okkur
Arnar Þór Valsson með viðurkenningu sína í gær.
Arnar Þór Valsson með viðurkenningu sína í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er breiður og góður hópur hjá okkur ÍR-ingum sem kláraði mjög marga leiki," sagði Arnar Þór Valsson, Addó, þjálfari ÍR við Fótbolta.net í gærkvöldi.

Addó var útnefndur þjálfari ársins á lokahófi Fótbolta.net fyrir Inkasso- og 2. deild karla í gærkvöldi en það eru þjálfarar og fyrirliðar sem velja. ÍR hefur verið að gera atlögu við að fara upp undanfarin ár en nú loksins hafðist það.

„Við lærðum gríðarlega mikið á síðasta sumri þar sem við töpuðum fyrir Hetti og duttum út. Ég vil meina að við höfum náð að styrkja hópinn vel og héldum lykilmönnum. Breiddin fór með okkur upp."

Jón Gísli Ström var markahæsti leikmaður deildarinnar og útnefndur besti leikmaðurinn líka í gær. Verður ekki erfitt að halda honum?

„Það verður bara að koma í ljós. Ég held ekki, ég held að menn séu mjög ánægðir með það sem er í gangi þarna og þetta er mjög samheldinn hópur. Ég á von á því að allir verði áfram sem stóðu sig mjög vel í sumar og held að það verði ekkert vesen," sagði hann en Jón Gísli segir sjálfur í viðtali að hann lofi 15 mörkum næsta sumar.

„Ég hef trú á því," sagði Addó aðspurður um markmið Jóns Gísla. „Ef hann heldur rétt á spilunum og æfir eins og maður og við höldum sama kjarnanum sem býr til þessi mörk fyrir hann þá hef ég trú á því."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner