Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 01. október 2016 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bilic segir að Zaza geti orðið eins og Bergkamp
Zaza hefur ekki byrjað nægilega vel hjá West Ham
Zaza hefur ekki byrjað nægilega vel hjá West Ham
Mynd: Getty Images
Knattspyrnustjórinn Slaven Bilic hjá West Ham hefur fulla trú á sóknarmanninum Simone Zaza og líkir honum við hollensku goðsögnina Dennis Bergkamp.

Zaza kom til West Ham í sumar, en hann hefur alls ekki heillað stuðningsmenn með frammstöðu sinni hingað til. Hann hefur ekki náð að skora mark í fjórum leikjum með Lundúnarfélaginu og valdið eins og áður segir ákveðnum vonbrigðum.

Bilic segir hins vegar að Zaza geti orðið eins og Dennis Bergkamp, sem var lengi að aðlagast lífinu á Englandi, en varð svo á endanum goðsögn hjá Arsenal.

„Hann er án efa góður leikmaður sem kom frá stóru félagi yfir í nýtt land," sagði Bilic um framherjann sinn, en West Ham hefur byrjað þetta tímabil illa og liðið er í 18. sæti eftir sex umferðir.

„Nýjir leikmenn þurfa tíma. Ef við förum til baka og hugsum um Dennis Bergkamp, sem þurfti heilt ár til þess að aðlagast. Þetta er eðlilegt og jafnvel hjá bestu leikmönnunum sem koma frá öðrum löndum. Að auki þá var Zaza ekki að spila reglulega (með Juventus) og var ekki leikformi þegar hann kom til okkar."

„Þetta tekur stundum tíma og því miður þá höfum við ekki þann tíma," sagði Bilic að lokum um Zaza.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner