Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 01. október 2016 10:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Swansea og Liverpool: Sá dýrasti byrjar
Gylfi á sínum stað hjá Swansea
Baston byrjar sinn fyrsta leik hjá Swansea
Baston byrjar sinn fyrsta leik hjá Swansea
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sig­urðsson og fé­lag­ar hans hjá Sw­an­sea City mæta Li­verpool í sjö­undu um­ferð ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar klukk­an 11.30 í dag. Þetta er fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Sw­an­sea City hef­ur farið illa af stað í deild­inni á þessu leiktímabili, en liðið er í 17. sæti deild­ar­inn­ar með fjög­ur stig eft­ir sex um­ferðir. Li­verpool er hins veg­ar með 13 stig og sit­ur í fimmta sæti deild­ar­inn­ar.

Byrjunarlið liðanna fyrir leikinn á Liberty-vellinum í Wales eru klár og þau má sjá hér að neðan. Bæði lið gera eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik.

Hjá heimamönnum í Swansea kemur dýrasti leikmaður í sögu félagsins, Borja Baston, inn í liðið á kostnað landa síns Fernando Llorente, en þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Baston hjá Swansea. Hjá Liverpool kemur Dejan Lovren inn í vörnina fyrir Ragnar Klavan.

Byrjunarlið Swansea City: Fabianski, Rangel, van der Hoorn, Amat, Naughton, Britton, Cork, Gylfi Þór, Fer, Routledge, Borja Baston.

Byrjunarlið Liverpool: Karius, Clyne, Lovren, Matip, Milner, Henderson, Wijnaldum, Lallana, Mane, Coutinho, Firmino.





Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner