Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 01. október 2016 13:17
Jóhann Ingi Hafþórsson
Byrjunarlið Vals og ÍA: Garðar og Kristinn byrja
Garðar er á sínum stað.
Garðar er á sínum stað.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Verður Kristinn Freyr markakóngur?
Verður Kristinn Freyr markakóngur?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og ÍA mætast í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í dag.

Valsmenn eru komnir með Evrópusæti eftir að hafa orðið bikarmeistarar fyrr í sumar á meðan ÍA er um miðja deild.

Mesta spennan í leiknum er um markakóngstitilinn en Garðar Gunnlaugsson og Kristinn Freyr Sigurðsson eru í harðri baráttu um hnossið. Garðar er með einu marki meira en Kristinn, þegar leikurinn fer af stað en Kristni nægir eitt mark til að vinna gullskóinn þar sem hann spilaði færri leiki í sumar.

Valsmenn gera eina breytingu frá tapinu stóra gegn ÍBV í síðustu umferð. Sigurður Egill Lárusson kemur aftur inn en Rolf Toft fer á bekinn.

Iain Williamson, Steinar Þorsteinsson og Stefán Teitur Þórðarson koma inn í lið ÍA en þeir unnu Breiðablik í síðasta leik.

Byrjunarlið Vals:
Anton Ari Einarsson
Andreas Albech
Kristian Gaarde
Haukur Páll Sigurðsson
Kristinn Ingi Halldórsson
Kristinn Freyr Sigurðsson
Sigurður Egill Lárusson
Rasmus Christiansen
Andri Adolphsson
Orri Sigurður Ómarsson
Bjarni Ólafur Eiríksson

Byrjunarlið ÍA:
Árni Snær Ólafsson
Iain James Williamson
Hallur Flosason
Garðar Bergmann Gunnlaugsson
Hafþór Pétursson
Þórður Þorsteinn Þórðarson
Steinar Þorsteinsson
Darren Lough
Aron Ingi Kristinsson
Guðmundur Böðvar Guðjónsson
Stefán Teitur Þórðarson
Athugasemdir
banner
banner
banner