Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 01. október 2016 13:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin á Englandi: Fabregas og Ivanovic settir á bekkinn
Fabregas er kominn aftur á bekkinn
Fabregas er kominn aftur á bekkinn
Mynd: Getty Images
Payet og félagar hans hjá West Ham þurfa að rífa sig í gang
Payet og félagar hans hjá West Ham þurfa að rífa sig í gang
Mynd: Getty Images
Það eru fjórir leikir að hefjast klukkan 14:00 í ensku úrvalsdeildinni. Það er alltaf nóg að gerast hjá íþróttafréttamönnum í Englandi og annars staðar á þessum tíma, en nú eru byrjunarliðin komin inn.

Sjónvarpsleikurinn er á milli Hull City og Chelsea, en þar er Cesc Fabregas aftur sestur á bekkinn hjá Chelsea eftir að hafa fengið að byrja gegn Arsenal. Branislav Ivanovic er einnig kominn á bekkinn og þá fær Victor Moses að byrja sinn fyrsta deildarleik hjá Chelsea síðan í maí 2013.

Þetta eru stærstu fréttirnar, en það er hægt að sjá byrjunarliðin úr öllum þeim leikjum sem hefjast klukkan 14:00 hér að neðan. Auk þessa leiks hjá Hull City og Chelsea þá mætast Sund­erland og WBA á Leikvangi Ljósanna, Wat­ford og Bour­nemouth leika á Vicara­ge Road og West Ham og Midd­les­brough eig­ast við á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum.

Hér að neðan má sjö byrjunarliðin úr þeim leikjum sem hefjast klukkan 14:00



Hull City - Chelsea

Byrjunarlið Hull City: Marshall, Meyler, Davies, Livermore, Robertson, Snodgrass, Henriksen, Clucas, Mason, Diomande, Mbokani.

Byrjunarlið Chelsea: Courtois, Azpilicueta, Cahill, Luiz, Alonso, Kante, Matic, Moses, Willian, Hazard, Costa.



Sunderland - West Brom

Byrjunarlið Sunderland: Pickford, Denayer, Kone, O'Shea, Manquillo, Kirchhoff, Watmore, McNair, Ndong, Khazri, Defoe.

Byrjunarlið West Brom: Foster, Nyom, McAuley, Dawson, Evans, Phillips, Fletcher, Yacob, McClean, Chadli, Rondon.



Watford - Bournemouth

Byrjunarlið Watford: Gomes, Zuniga, Kaboul, Prödl, Holebas, Amrabat, Behrami, Capoue, Pereyra; Deeney, Ighalo.

Byrjunarlið Bournemouth: Boruc, Smith, Francis, Cook, Daniels, Sjurman, Arter, Ibe, Wilshere, Stanislas, Wilson.



West Ham - Middlesbrough

Byrjunarlið West Ham: Adrian, Byram, Collins, Reid, Ogbonna, Obiang, Noble, Kouyate, Tore, Payet, Antonio.

Byrjunarlið Middlesbrough: Valdes, Barragan, Chambers, Gibson, Friend, De Roon, Forshaw, Stuani, Downing, Fischer, Rhodes.
Athugasemdir
banner
banner