lau 01. október 2016 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Grátlegt tap hjá Ragnari og félögum
Ragnar spilaði í hjarta varnarinnar hjá Fulham
Ragnar spilaði í hjarta varnarinnar hjá Fulham
Mynd: Aðsend
Fulham 1 - 2 QPR
0-0 Tom Cairney ('7, misnotuð vítaspyrna)
0-1 Conor Washington ('20 )
1-1 Tim Ream ('47 )
1-2 Idrissa Sylla ('87 )
1-2 Sone Aluko ('90, misnotuð vítaspyrna)

Hádegisleiknum í ensku Championship-deildinni var að ljúka. Þar mættust Fulham og QPR, en okkar maður, Ragnar Sigurðsson, var á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Fulham.

Ragnar var ekki lengi að láta til sín taka, en eftir sex mínútur fiskaði hann vítaspyrnu eftir hornspyrnu. Tom Cairney steig á punktinn en markvörður QPR sá við honum og staðan því enn markalaus.

Þegar 20 mínútur voru búnar af leiknum var QPR svo búið að ná forystunni og staðan í hálfleik var 1-0 fyrir gestina. Heimamenn í Fulham náðu þó að jafna snemma í seinni hálfleiknum og þar var að verki félagi Ragnars í vörninni, hann Tim Ream, staðan 1-1.

Gestirnir komust hins vegar aftur yfir á 87. mínútu og það mark skoraði varamaðurinn Idrissa Sylla. Fulham fékk gullið tækifæri til þess að jafna aftur í uppbótartíma þegar liðið fékk aðra vítaspyrnu, en aftur klikkuðu þeir á punktinum, nú var það Sone Aluko sem gerði það.

Grátlegt fyrir Fulham, en þeir töpuðu þessum leik með tveimur mörkum gegn einu. Fulham er núna með 14 stig í 13. sæti á meðan QPR fer upp í 12. sætið með einu stigi meira en Fulham.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner