Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 01. október 2016 16:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea aftur á sigurbraut - Jafntefli í öðrum leikjum
Þessir voru í aðalhlutverki hjá Chelsea
Þessir voru í aðalhlutverki hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Mark Noble öskrar sína menn áfram
Mark Noble öskrar sína menn áfram
Mynd: Getty Images
Hann var frekar rólegur laugardagurinn í enska boltanum þessa helgina. Fjórir leikir hófust klukkan 14:00 og þeim var að ljúka nú fyrir stuttu.

Sjónvarpsleikurinn var á milli Hull City og Chelsea og þar var fyrri hálfleikurinn í rólegri kantinum, staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsklefa. Um miðjan seinni hálfleikinn náði Chelsea að setja tvö mörk og þar var brasilískt þema ef svo má segja. Willian kom Chelsea yfir og stuttu eftir það náði Diego Costa að tvöfalda forystuna og þar við sat. Lokatölur 2-0 og fyrsti sigur Chelsea í ensku úrvalsdeildinni síðan í lok ágúst staðreynd.

Jafntefli var niðurstaðan í hinum leikjunum sem hófust klukkan 14:00... Sunderland hefur ekki enn unnið leik í deildinni og það breyttist ekki í dag. Þeir lentu undir gegn West Brom, en bakvörðurinn Patrick van Aanholt kom þeim til bjargar með marki á 83. mínútu.

Watford og Bournemouth mættust og þar voru fjögur mörk skoruð. Bournemouth komst tvisvar yfir, en það var ekki nóg þar sem Watford gafst ekki upp og náði alltaf að jafna. Seinna jöfnunarmarkið gerði dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins, hann Isaac Success.

Að lokum er svo að nefna að það gengur hvorki né rekur hjá West Ham. Liðið mætti nýliðum Middlesbrough á heimavelli í dag og lentu undir, en Frakkinn Dimitri Payet kom þeim til bjargar eins og svo oft áður með jöfnunarmarki. West Ham er með fjögur stig eftir sjö leiki.

Hull City 0 - 2 Chelsea
0-1 Willian ('61 )
0-2 Diego Costa ('67 )


Sunderland 1 - 1 West Brom
0-1 Nacer Chadli ('35 )
1-1 Patrick van Aanholt ('83 )


Watford 2 - 2 Bournemouth
0-1 Callum Wilson ('31 )
1-1 Troy Deeney ('50 )
1-2 Joshua King ('62 )
2-2 Isaac Success ('65 )


West Ham 1 - 1 Middlesbrough
0-1 Christian Stuani ('51 )
1-1 Dimitri Payet ('57 )
Athugasemdir
banner
banner