Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 01. október 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Gylfi fær Liverpool í heimsókn
Hvað gerir Gylfi gegn sjóðheitu liði Liverpool?
Hvað gerir Gylfi gegn sjóðheitu liði Liverpool?
Mynd: Getty Images
Sjöunda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hófst í gær með föstudagsleik, en umferðin heldur áfram að rúlla í dag með fimm vonandi skemmtilegum leikjum.

Fótboltaáhugamenn verða eins og svo oft áður að taka daginn snemma, en fyrsti leikurinn dagsins hefst klukkan 11:30 og er á milli Swansea og Liverpool. Gylfi Þór Sigurðsson og hans liðsfélagar í Swansea hafa ekki farið vel af stað á meðan Liverpool hefur litið glimrandi vel út og því búast flestir við sigri þeirra rauðklæddu í dag.

Klukkan 14:00 hefjast svo hinir fjórir leikir dagsins. Hull mætir Chelsea í Jórvíkurskíri og sá leikur er sýndur í beinni útsendingu. Bæði lið hafa átt erfiða daga upp á síðkastið og því verður fróðlegt að sjá hvað gerist í dag.

Þrír frekar óáhugaverðir leikir eru á sama tíma, Sunderland tekur á móti West Brom, Bournemouth heimsækir Bournemouth og West Ham hýsir Middlesbrough á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum.

Laugardagur 1. október
11:30 Swansea - Liverpool (Stöð 2 Sport)
14:00 Hull City - Chelsea (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Sunderland - West Brom
14:00 Watford - Bournemouth
14:00 West Ham - Middlesbrough
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner