Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 01. október 2016 14:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guidolin um að missa starfið: Þetta er möguleiki
Guidolin gæti verið að missa starfið
Guidolin gæti verið að missa starfið
Mynd: Getty Images
„Liðið mitt spilaði mjög góðan leik. Liverpool er með mjög sterkt lið. Jafntefli hefðu verið rétt úrslit," sagði hinn ítalski Francesco Guidolin, stjóri Swansea, eftir 2-1 tap gegn Liverpool í dag.

Swansea var 1-0 yfir í hálfleik og Guidolin vill meina að sitt lið hafi verið betri aðilinn í fyrri hálfleiknum, Liverpool hafi hins vegar verið betri í seinni hálfleiknum.

„Við spiluðum betur í fyrri hálfleiknum og þeir voru betri í seinni hálfleiknum. Við þurfum góð úrslit. Liðið spilaði góðan leik. Við verðum að líta fram á við," sagði Guidolin ennfremur eftir leik.

Það hefur verið mikið rætt og skrifað um það að Guidolin muni missa starf sitt, en hann segist ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér.

„Ég veit það ekki. Það er ekki mín ákvörðun. Það er bara undir mér komið að undirbúa fyrir leikinn og undirbúa liðið. Ég veit hver staðan er. Þetta er möguleiki. Það mikilvægasta er að undirbúa með þolinmæði."
Athugasemdir
banner
banner