Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   lau 01. október 2016 16:57
Sævar Ólafsson
Hallur Halls: Skórnir eru hér með komnir upp á hillu
Hallur Hallsson í leik
Hallur Hallsson í leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af okkar hálfu þá var þetta skelfilegur fyrri hálfleikur sagði Hallur Hallsson eftir leik Víkings og Þróttar í Laugardalnum í dag.

"Svekkjandi að tapa síðasta leiknum sínum" bætti hann við en leikurinn markaði endalokin á knattspyrnuferli Halls.

"Skórnir eru hér með komnir upp á hillu og ég fer, þrátt fyrir þetta tímabil og þennan leik þá fer ég nú sáttur frá borði"

Á 85 mínútu leiksins var gerð heiðurskipting þar sem nokkuð skemmtileg uppákoma átti sér stað. Liðsfélagar Halls stóðu þá heiðursvörð er Hallur gekk af velli undir háværu lófaklappi og söngvum viðstaddra

"Ég bjóst nú alveg við einhverri svona smá athöfn en hélt nú mögulega að hún kæmi í kvöld á lokahófinu eða inn í klefa eftir leik - mig grunaði ekki að þetta kæmi bara inn í miðjum leik"

Pétur Guðmundsson dómari leiksins færði Halli gjöf fyrir hönd dómara er hann yfirgaf völlinn í dag

"Hann gaf mér áritað gult spjald frá dómurum landsins - mjög skemmtileg gjöf - þökkuðu mér fyrir aðstoðina í gegnum árin"

"Ég var aðeins að hjálpa þeim svona" bætti Hallur svo við með bros á vör

Hallur hefur staðið vaktina með liði Þróttar og leikið tæplega 500 leiki en hvað tekur við hjá honum núna þegar knattspyrnuferlinum er lokið?

"Það er bara fjölskyldan - við konan eigum von á okkar þriðja barni núna í janúar og ætli ég einbeiti mér ekki bara að því - leika við börnin og svona og sinna konunni" svaraði ljúfmennið Hallur á súrsætri stundu í Laugardalnum.

Athugasemdir
banner
banner