Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. október 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Hvaða lið fellur og hverjir taka Evrópusæti?
Lokaumferðin í Pepsi-deild karla fer fram í dag
Lokaumferðin í Pepsi-deild karla fer fram í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er komið að þessu! Síðasta umferð Pepsi-deildar karla fer fram í dag og það ríkir mikil spenna í loftinu fyrir þeim leikjum sem fram fara.

FH-ingar eru búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og þeir munu taka á móti honum eftir heimaleik gegn ÍBV í dag. Vestmannaeyingar geta enn fallið, en það er afar ólíklegt að gerist.

Það er eitt lið fallið úr deildinni, en það er Þróttur úr Reykjavík. Það lið sem fer með Þrótturum niður verður að öllum líkindum annað hvort Fylkir eða Víkingur Ó., en fyrir umferðina standa Ólsarar betur að vígi með tveimur stigum meira en Fylkir.

Baráttan um Evrópusæti er einnig mjög hörð. Það eru nokkur lið í baráttunni um tvö Evrópusæti, en þau lið sem eru að berjast um þessi sæti eru Stjarnan, Breiðablik, KR og Fjölnir. Það verður því mjög spennandi að sjá hvað gerist í dag.

Elvar Geir Magnússon fór í vikunni ítarlega yfir möguleikana í lokaumferð Pepsi-deildar karla og má sjá þá með að smella hérna.

laugardagur 1. október

Beinar textalýsingar:
14:00 Breiðablik - Fjölnir
14:00 KR - Fylkir
14:00 Stjarnan - Víkingur Ó.
14:00 FH - ÍBV
14:00 Valur - ÍA
14:00 Þróttur - Víkingur R.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net verður framlengdur næsta laugardag vegna lokaumferðar Pepsi-deildarinnar. Þátturinn verður tveggja tíma lengri en venjan er, milli 12 og 16. Fylgst verður með gangi mála á X-inu þar til flautað verður til leiksloka og úrslit ráðast.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner