Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 01. október 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikill áhugi hjá West Brom að endursemja við Berahino
Verður Berahino áfram?
Verður Berahino áfram?
Mynd: Getty Images
Þeir hjá West Brom eru tilbúnir að fara í samningaviðræður við framherjann Saido Berahino. Þeir vilja endursemja við hinn 23 ára gamla Berahino þar sem samningur hans klárast eftir tímabilið.

Kínverski fjárfestingarhópurinn, Yunui Guokai Sports Development Limited, gekk frá kaupum á West Brom um miðjan síðasta mánuð og með þeim kom inn nýr framkvæmdastjóri. Þessi nýja stjórn vill halda Berahino og vonast hún til þess að hann geti orðið stjörnuleikmaðurinn á þessum nýja tíma á The Hawthorns.

Berahino er einn af þeim leikmönnum sem WBA vill endursemja við, en Jonny Evans og Darren Fletcher eru einnig á lista hjá félaginu.

Það hafa verið vandræði á Berahino síðustu ár, en stjórinn Tony Pulis er mjög opinn fyrir því að halda honum hjá félaginu.

„Persónulega þá myndi ég elska það ef hann yrði áfram. Ég myndi elska það að sjá hann skrifa undir nýjan samning, koma sér í form og koma öllu þessu veseni í burtu."
Athugasemdir
banner
banner
banner