lau 01. október 2016 09:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Mourinho vill að Ferguson fái meiri völd
Powerade
Mourinho vill gefa Ferguson meiri völd
Mourinho vill gefa Ferguson meiri völd
Mynd: Getty Images
Giggs (hér til vinstri) gæti tekið við Gylfa og félögum í Swansea í næstu viku
Giggs (hér til vinstri) gæti tekið við Gylfa og félögum í Swansea í næstu viku
Mynd: Getty Images
Jæja, þá er komið að slúðurpakka dagsins í boði Powerade. Sestu niður, helltu þér upp á kaffi og lestu slúðrið, það jafnast ekkert á við það. Njótið vel!



Pep Guardiola, stjóri Manchester City, myndi íhuga það að vera lengur en þrjú ár hjá félaginu ef góður árangur næst. (Daily Mirror)

Mike Phelan, sem hefur starfað sem bráðabirgðarstjóri hjá Hull City, segir að skilmálarnir í samningi sínum haldi áfram að breytast og að hann sé ekkert nær því að taka alfarið við liðinu. (Guardian)

Ítölsku risarnir í AC Milan gætu reynt að kaupa Memphis Depay (22) frá Manchester United í janúar. (Tuttomercaton)

Serbneski varnarmaðurinn Branislav Ivanovic (32), sem leikur með Chelsea á Englandi, gæti yfirgefið félagið eftir þetta tímabil ef stjórinn Antonio Conte ákveður að herða vörnna. (Daily Mail)

Southampton og Manchester United vilja bæði fá franska miðjumanninn Tiemoue Bakayoko (22), en hann er samningsbundinn Monaco. (Calciomercato)

Tony Pulis, stjóri West Brom, segir að félagið vilji bjóða Saido Berahino (23) nýjan samning og enda þar með alla þá óvissu sem hefur umlykið framtíð hans. (Daily Mirror)

Miðjumaðurinn Oscar (25) gæti farið frá Chelsea í janúar, en AC Milan eru sagðir áhugasamir um Brasilíumanninn. (Talksport)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að kollegi sinn hjá Tottenham, hann Mauricio Pochettino sé einn sá besti í sínu starfi. Þeir félagar munu mætast með sínum liðum á White Hart Lane í Lundúnum á morgun. (Guardian)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill að fyrrum stjórinn Sir Alex Ferguson hafi stærri áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru á Old Trafford. (Glasgow Live)

Sóknarmaðurinn Loic Remy (29) gæti snúið aftur með Crystal Palace í desember, en þetta er haft eftir stjóranum Alan Pardew. (Evening Standard)

Arsenal hefur áhuga á því að kaupa hinn 19 ára gamla Franck Kessie. Þessi strákur eru á mála hjá Atalanta á Ítalíu, en þar hefur hann slegið í gegn. (Goal)

Úkraínski umboðsmaðurinn Vadim Shablii mætti á leik Manchester United gegn Zorya í Evrópudeildinni í vikunni, en líkur eru á því að skjólstæðingur hans, Andriy Yarmolenko (26), gæti verið á leið til United. (Sun)

Don Barber, maðurinn sem stjórnar málunum í MLS-deildinni, segir að þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger (32) sé velkominn til Bandaríkjanna. (Eurosport)

Varnarmaðurinn Michael Keane (23) er ekki til sölu, en þetta segir stjóri Burnley, Sean Dyche. Miðvörðurinn hefur undanfarið vakið áhuga Chelsea og talað er um það að félagið muni bjóða 25 milljónir punda í Keane. (Lancashire Telegraph)

Manchester United goðsögnin Ryan Giggs er búinn að hitta framkvæmdastjóra Swansea og svo gæti farið að hann taki við félaginu af Francesco Guidolin í næstu viku. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner