Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 01. október 2016 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán: Grindavík stefnir alltaf hátt
Óli með verðlaunin sín frá því í gær
Óli með verðlaunin sín frá því í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já í rauninni gerir það það. Það er mikið af færum og góðum þjálfurum í þessari deild," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga við Fótbolta.net í gærkvöldi. Óli Stefán var þarna spurður hvort það hefði komið sér á óvart að vera valinn þjálfari ársins í Inkasso-deildinni sumarið 2016.

Óli Stefán var útnefndur útnefndur þjálfari ársins á lokahófi Fótbolta.net fyrir Inkasso- og 2. deild karla í gærkvöldi en það eru þjálfarar og fyrirliðar sem velja. Óli Stefán og hans menn í Grindavík komu mörgum á óvart og unnu sér sæti í Pepsi-deildinni.

„Við stefndum að því að komast upp og öll okkar vinna fór í það að reyna að komast upp úr þessari deild, við gerðum það mjög markvisst og maður sá það fljótlega að við vorum á góðri leið og einhvernveginn náðum við góðum stöðugleika og enduðum á því að komast upp," sagði Óli Stefán ennfremur.

Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, sagði í viðtali á dögunum að Grindavík ætlaði sér að vera með baráttunni um Evrópusæti á næsta leiktímabili. Óli Stefán var spurður út í þetta.

„Jónas er draumóramaður mikill og er yfirleitt með háleit markmið sem að ernáttúrulega gott, en ég nokkuð viss um það að við værum enn á mölinni ef það væri ekki fyrir Jónas Þórhallsson. Hann segir hlutina eins og þeir eru, en hitt er annað mál að við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fara á töluvert stærra svið og við þurfum að laga mikið og bæta mikið. Það þarf mikið að ganga upp bara til að lifa af þarna og hvað þá að fara upp í Evrópu, en ég meina Grindavík stefnir alltaf hátt."

Nánar er rætt við Óla í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner