Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. október 2016 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ragnick hefur ekkert heyrt varðandi starfið hjá Englandi
Rangnick er sagður líklegur í stjórastarfið hjá Englandi
Rangnick er sagður líklegur í stjórastarfið hjá Englandi
Mynd: Getty Images
Þjóðverjinn Ralf Rangnick segir að enginn frá enska knattspyrnusambandinu hafi heyrt í sér varðandi landsliðsþjálfarastarfið hjá Englandi.

Sam Allardyce lét af störfum í vikunni og Gareth Southgate tók tímabundið við Englendingum í kjölfarið.

Í sumar kom Rangnick til greina hjá Englendingum eftir að Roy Hodgson hætti í kjölfarið á tapi gegn Íslendingum á EM og nú er starfið aftur laust. Hann hefur verið orðaður við starfið undanfarna daga og það er spurning hvað gerist.

„Á þessari stundu hefur enginn haft samband við mig," sagði Rangnick. „Eftir Evrópumótið fór ég á fund hjá enska knattspyrnusambandinu, þetta var góður fundur. En svo sögðu þeir mér að stjórnin vildi frekar fá enskan þjálfara."

Rangnick er í dag yfirmaður íþróttamála hjá RB Leipzig í Þýskalandi, en hann hefur á ferli sínum meðal annars þjálfað Stuttgart, Hannover, Schalke og Hoffenheim.
Athugasemdir
banner
banner
banner