Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 01. október 2016 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Kjartan Henry tryggði Horsens sigur
Kjartan Henry í baráttunni
Kjartan Henry í baráttunni
Mynd: Getty Images
Horsens 1 - 0 Esbjerg
1-0 Kjartan Henry Finnbogason ('80 )

Kjart­an Henry Finn­boga­son skoraði sig­ur­mark Hor­sens þegar liðið hafði betur gegn Es­bjerg með einu marki gegn engu í 12. um­ferð dönsku úrvalsdeild­ar­inn­ar í dag.

Kjart­an Henry kom inn á sem varamaður þegar 74 mínútur voru á klukkunni og hann var ekki lengi að stimpla sig inn. Hann tryggði Hor­sens sig­ur­inn með marki á 80. mín­útu leiks­ins.

Kjartan Henry hefur verið öflugur með Horsens þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hann er aðeins búinn að byrja tvo leiki í deildinni, en þrátt fyrir það hefur hann náð að skora fjögur mörk fyrir Horsens í úrvalsdeildinni.

Hor­sens, sem er nýliði í dönsku úrvalsdeild­inni hef­ur 17 stig eft­ir þenn­an sig­ur og sit­ur í sjö­unda sæti deild­ar­inn­ar. Esbjerg er á botni deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner