Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 01. október 2016 16:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Sevilla upp að hlið Real Madrid eftir dramatík
Ben Yedder setti bæði mörk Sevilla í dag
Ben Yedder setti bæði mörk Sevilla í dag
Mynd: Getty Images
Sevilla 2 - 1 Alaves
1-0 Wissam Ben Yedder ('74 )
1-1 Victor Laguardia ('84 )
2-1 Wissam Ben Yedder ('90 )

Öðrum leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, er lokið. Þetta var þriðji leikurinn í sjöundu umferðinni, en það voru Sevilla og Alaves sem áttust við í hvað mest spennandi leik dagsins á Spáni, svona ef horft er á leikina fyrirfram.

Sevilla gat komist upp að hlið Real Madrid á toppi deildarinnar með sigri, en nýr knattspyrnustjóri Jorge Sampaoli hefur farið vel af stað með liðið. Alaves var um miðja deild fyrir leikinn.

Heimamenn í Sevilla komust yfir á 74. mínútu þegar sóknarmaðurinn Wissam Ben Yedder kom boltanum í netið, en tíu mínútum síðar var Alaves búið að jafna leikinn þegar Victor Laguardia skoraði og jafnaði.

Leikmönnum Sevilla tókst þó að kreista fram sigurmark og aftur var Wissam Ben Yedder á ferðinni. Markið kom þegar lítið var eftir og það reyndist nóg til þess að tryggja Sevilla fínan sigur á baráttumiklu liði Alaves.

Sevilla er núna í öðru sæti deildarinnar með 14 stig, líkt og Real Madrid sem á þó leik til góða á morgun. Alaves er áfram um miðja deild með níu stig eftir sjö leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner