lau 01. október 2016 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Bayern tapaði sínum fyrstu stigum gegn Köln
Leikmenn Bayern fagna hér marki í dag
Leikmenn Bayern fagna hér marki í dag
Mynd: Getty Images
Gnabry skoraði fyrir Werder Bremen
Gnabry skoraði fyrir Werder Bremen
Mynd: Getty Images
Stórlið Bayern München tapaði sínum fyrstu stigum í þýsku Bundesligunni í dag þegar Köln kom í heimsókn á Allianz-Arena.

Joshua Kimmich sem virðist ekki geta hætt að skora þessa stundina kom Bayern-mönnum yfir fyrir hálfleik, en um miðjan seinni hálfleikinn jafnaði hinn franski Anthony Modeste og tryggði þar með Köln mjög gott stig. Bayern er áfram á toppi deildarinnar, en þetta voru fyrstu stigin sem liðið tapaði á þessu leiktímabili.

Aron Jóhannsson var ekki með Werder Bremen í dag sem gerði 2-2 jafntefli gegn Darmstadt á útivelli í dag. Serge Gnabry, fyrrum leikmaður Arsenal, var á skotskónum fyrir Werder í dag, en það nægði ekki fyrir gestina og 2-2 jafntefli niðurstaðan í dag.

Vedad Ibisevic setti bæði mörk Herthu Berlin gegn Hamburger SV í 2-0 sigri, Hoffenheim gerði góða ferð til Ingolfstadt og Ítalínn Vincenzo Griffo setti eina markið þegar Freiburg vann Eintracht Frankfurt.

Bayern München 1 - 1 Köln
1-0 Joshua Kimmich ('40 )
1-1 Anthony Modeste ('63 )

Hertha Berlin 2 - 0 Hamburger SV
1-0 Vedad Ibisevic ('29 )
2-0 Vedad Ibisevic ('70 , víti)

Ingolstadt 0 - 2 Hoffenheim
0-1 Sandro Wagner ('11 )
0-2 Kerem Demirbay ('35 )

Darmstadt 2 - 2 Werder Bremen
1-0 Antonio Colak ('19 , víti)
1-1 Ludovic Sane ('51 )
1-2 Serge Gnabry ('67 )
2-2 Antonio Colak ('73 )

Freiburg 1 - 0 Eintracht Frankfurt
1-0 Vincenzo Grifo ('4 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner