lau 01. nóvember 2014 10:00
Alexander Freyr Tamimi
Del Bosque: Þurfum að undirbúa arftaka Casillas
Iker Casillas þarf einhvern tíma að hætta.
Iker Casillas þarf einhvern tíma að hætta.
Mynd: Getty Images
Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Spánar, segir að mikilvægt sé að liðið sé tilbúið með arftaka Iker Casillas þegar markvörðurinn leggur hanskana á hilluna.

Þessi reyndi markvörður Real Madrid hefur verið aðalmarkvörður Spánar að mestu leiti undanfarinn áratug, en Del Bosque er nú farinn að huga að því hver gæti tekið við keflinu.

,,Casillas er að verða eldri og við verðum að vera viðbúnir því að hann gæti einn daginn meiðst eða hætt að spila fyrir félagslið sitt. Við þurfum að hafa einhvern tilbúinn," sagði Del Bosque.

,,Það er mikilvægt að leikmenn séu með leiðtogahæfileika, en einhvern tíma endar landsliðsferillinn hjá öllum. Það gæti gerst hvenær sem er, því miður."

Athugasemdir
banner
banner
banner