Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 01. nóvember 2014 11:15
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid undirbýr tilboð í Hugo Lloris
Powerade
Franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris hjá Tottenham er einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar.
Franski landsliðsmarkvörðurinn Hugo Lloris hjá Tottenham er einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að slúðurpakka dagsins á þessum prýðilega laugardegi. BBC tók saman það helsta.

Vænta má 20 milljóna punda tilboði til Tottenham frá Real Madrid í franska markvörðinn Hugo Lloris (27 ára) í janúarglugganum. (Daily Express)

Napoli er tilbúið að borga Liverpool háa upphæð til að fá Mario Balotelli (24) strax í janúarglugganum. (Metro)

Klaas-Jan Huntelaar (31), sóknarmaður Hollands, hefur verið í viðræðum við þýska félagið Schalke um nýjan samning. Arsenal og Liverpool hafa sýnt áhuga á að fá hann á frjálsri sölu næsta sumar. (Daily Mirror)

Tom Ince á sér enn framtíð hjá Hull City þrátt fyrir að vera lánaður til Nottingham Forest. (TalkSport)

Liverpool býr sig undir viðræður við fyrirliðann Steven Gerrard (34) til að tryggja það að hann verði áfram á Anfield. (Liverpool Echo)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, segir að City sé ekkert betra núna en á síðasta tímabili þrátt fyrir að hafa eytt 151 milljón punda í nýja leikmenn. (Daily Mirror)

Pellegrini segir að Englandsmeistararnir hafi ekki haft efni á að kaupa Angel Di Maria, sem gekk í raðir United fyrir 59,7 milljónir punda, vegna Financial Fair Play. (Goal.com)

Roberto Martinez, stjóri Everton, segir að ferill Arouna Kone sé ekki í hættu en þessi 30 ára sóknarmaður gæti snúið aftur eftir meiðsli í janúar. (Guardian)

Arsenal vill tryggja sér þjónustu Pep Guardipla ef Arsene Wenger lætur af störfum. Guardiola mun líklega yfirgefa Bayern München 2016 þegar samningur hans rennur út. (London Evening Standard)

Gary Neville telur að þjálfun í varnarleik sé í afturför. Varnarmenn í fremstu röð í dag þekki ekki grunnatriði. (Telegraph)

Paul Lambert, stjóri Aston Villa, segist þrífast á pressunni og möguleikanum á að vera rekinn. Hann segir það hluta af leiknum. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner