Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. nóvember 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Jónas ekki áfram hjá ÍBV - Kunni mjög vel við sig í Eyjum
Jónas Þór Næs verður ekki áfram í Eyjum.
Jónas Þór Næs verður ekki áfram í Eyjum.
Mynd: Raggi Óla
Færeyski landsliðsbakvörðurinn Jónas Þór Næs verður ekki áfram í herbúðum ÍBV næsta sumar. Jónas var fastamaður hjá ÍBV í sumar og hjálpaði liðinu að verða bikarmeistari.

„Ég er búinn að vera mjög ánægður hjá ÍBV. Það var sérstakt og mjög gaman að vinna bikarinn. Mér líkar vel á Íslandi og það var líka storkoslegt að vera í Vestmannaeyjum, reyndar er ég hálfur íslendingur," sagði Jónas við Fótbolta.net.

Jónas lék með Val 2011 til 2013 og sneri aftur í Pepsi-deildina í sumar. Hinn þrítugi Jónas er nú að flytja aftur til Færeyja vegna vinnu sinnar.

„Ég er einnig þakklátur fyrir að Kristján (Guðmundsson, þjálfari ÍBV) vildi fá mig aftur til landsins. Ástæðan fyrir því að ég hætti hjá ÍBV eru praktískar kringumstæður sérstaklega varðandi vinnu, en ég hef einungis gott að segja um ÍBV og Vestmannaeyjar," sagði Jónas.

Ljóst er að talsverðar breytingar verða á liði ÍBV í vetur. Erlendu leikmennirnir Alvaro Montejo Calleja, David Atkinson, Mikkel Maigaard Jakobsen og Renato Punyed eru einnig á förum sem og miðvörðurinn öflugi Hafsteinn Briem. Þá hefur framherjinn Arnór Gauti Ragnarsson fengið leyfi til að ræða við önnur félög.
Athugasemdir
banner
banner
banner