þri 01. desember 2015 18:46
Elvar Geir Magnússon
Alexis Sanchez ætti að vera klár fyrir jólatörnina
Sanchez gat ekki klárað leikinn gegn West Brom.
Sanchez gat ekki klárað leikinn gegn West Brom.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez, leikmaður Arsenal, fór af velli vegna meiðsla aftan í læri í 1-1 jafnteflinu gegn West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Óttast var að hann yrði frá í sex vikur en nú er vonast til þess að hann snúi aftur fyrir toppbaráttuslag gegn Manchester City þann 21. desember.

Sanchez ætti því að vera klár fyrir hina frægu ensku jólatörn.

Þá er Theo Walcott á réttri leið eftir sín meiðsli og möguleiki að hann verði meðal varamanna gegn Sunderland á laugardag. Allavega er ljóst að hann verður klár í leikinn mikilvæga gegn Olympiakos í Meistaradeildinni í næstu viku.

Stigasöfnun Arsenal í ensku úrvalsdeildinni hikstaði vel í nóvember en liðið er þó aðeins tveimur stigum frá toppliðinu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner