Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. desember 2015 21:58
Elvar Geir Magnússon
Bose mótið: Atli tryggði Stjörnunni sigur á FH
Atli er tvítugur og lék tvo leiki í Pepsi-deildinni á liðnu tímabili. Hér fagnar hann markinu.
Atli er tvítugur og lék tvo leiki í Pepsi-deildinni á liðnu tímabili. Hér fagnar hann markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 1 - 0 FH
1-0 Atli Freyr Ottesen Pálsson ('86)

FH á ekki möguleika á að komast í úrslitaleik Bose æfingamótsins eftir að liðið tapaði fyrir Stjörnunni í Kórnum í kvöld. Sigur Garðabæjarliðsins var sanngjarn.

Bæði lið áttu sláarskot áður en eina mark leiksins kom. Guðjón Baldvinsson skaut í slá FH-marksins og Steven Lennon átti þrumuskot í tréverkið í upphafi seinni hálfleiks.

Atli Freyr Ottesen Pálsson skoraði eina markið en hann hirti frákastið eftir að skot Þórhalls Kára Knútssonar var varið. Nokkrum mínútum áður hafði Atli klúðrað tveimur dauðafærum í sömu sókninni.

Stjarnan er með fjögur stig í riðli-1 en Fjölnir á eftir að mæta FH í lokaleik riðilsins næsta mánudag. Grafarvogsliðið gerði jafntefli gegn Stjörnunni og getur enn hirt efsta sætið sem tryggir sæti í úrslitaleiknum.

Ljóst er að KR hefur tryggt sér sigur í riðli-2 og sæti í úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner