þri 01. desember 2015 09:02
Ívan Guðjón Baldursson
Delneri líklegastur til að taka við Verona
Hefur aldrei enst lengur en fjögur ár
Gigi Delneri hefur aldrei enst lengur en fjögur ár hjá sama félaginu.
Gigi Delneri hefur aldrei enst lengur en fjögur ár hjá sama félaginu.
Mynd: Getty Images
Luigi Delneri er líklegastur til að taka við þjálfarastarfinu hjá Emil Hallfreðssyni og félögum í Hellas Verona.

Delneri hefur haft viðkomu í yfir 20 ítölskum knattspyrnufélögum á ferli sínum, sem þjálfari eða leikmaður.

Delneri lék fyrir lið á borð við Udinese og Sampdoria á áttunda og níunda áratugnum en hefur stýrt liðum á borð við Porto, Roma og Juventus á síðustu fimmtán árum.

Erfitt verk bíður Delneri en Verona er í neðsta sæti ítölsku deildarinnar, með sex stig eftir fjórtán umferðir. Átta stig eru í öruggt sæti í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner