banner
   þri 01. desember 2015 13:22
Elvar Geir Magnússon
Delneri nýr þjálfari Emils (Staðfest) - Entist síðast í 13 leiki
Luigi Delneri á hliðarlínunni.
Luigi Delneri á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Luigi Delneri hefur verið staðfestur sem nýr þjálfari Hellas Verona. Í fyrstu töldu ítalskir fjölmiðlar að Eugenio Corini, fyrrum þjálfari Chievo, yrði ráðinn en nú er ljóst að hinn 65 ára Delneri fær starfið.

Delneri hefur flakkað mikið um Ítalíu á ferli sínum, bæði sem leikmaður og þjálfari. Síðast var hann við stjórnvölinn hjá Genoa en var rekinn í janúar 2013 eftir að hafa aðeins verið þrettán leiki við störf.

Tímabilið 2010-11 stýrði Delneri stórliði Juventus en eftir sjö tapleiki af ellefu fyrstu leikjunum eftir áramót heimtuðu stuðningsmenn að hann yrði rekinn, þeim varð að ósk sinni.

Delneri hefur haft viðkomu í yfir 20 ítölskum knattspyrnufélögum á ferli sínum en hápunkturinn var um síðustu aldamót þegar hann kom Chievo Verona í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Á sínu fyrsta tímabili í deild þeirra bestu stýrði hann liðinu í Evrópukeppni.

Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson leikur með Verona sem er neðst í ítölsku A-deildinni með sex stig eftir fjórtán umferðir en liðinu hefur enn ekki tekist að vinna leik.



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner