Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 01. desember 2015 21:50
Jóhann Ingi Hafþórsson
Enski deildabikarinn: Úrvalsdeildarliðin öll áfram
Wilfried Bony fagnar marki sínu í kvöld.
Wilfried Bony fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Deulofeu skoraði og lagðu upp í kvöld.
Deulofeu skoraði og lagðu upp í kvöld.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir voru í enska deildarbikarnum í kvöld en leikið var í 8 liða úrslitum.

Manchester City fékk Hull í heimsókn og unnu að lokum öruggan 4-1 sigur þar sem Keven De Bruyne skoraði m.a tvö mörk. Andrew Robertson skoraði sárabóta mark fyrir gestina í lokin.

Everton átti síðan ekki í miklum vandræðum með Middlesbrough og unnu góðan 2-0 sigur með mörkum Gerard Deulofeo og Romelu Lukaku. Stoke City er síðan komið í undanúrslit eftir 2-0 sigur á Sheffield Wednesday á heimavelli sínum.

Umferðinni lýkur á morgun með leik Liverpool og Southampton og verður dregið í undanúrslitin að þeim leik loknum.

Middlesbrough 0 - 2 Everton
0-1 Gerard Deulofeu ('20 )
0-2 Romelu Lukaku ('28 )

Stoke City 2 - 0 Sheffield Wed
1-0 Ibrahim Afellay ('29 )
2-0 Phil Bardsley ('75 )

Manchester City 4 - 1 Hull City
1-0 Wilfried Bony ('12 )
2-0 Kelechi Iheanacho ('80 )
3-0 Kevin de Bruyne ('82 )
4-0 Kevin de Bruyne ('87 )
4-1 Andrew Robertson ('90 )
Athugasemdir
banner
banner