Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 01. desember 2015 12:09
Magnús Már Einarsson
Færeyskur landsliðsmaður á reynslu hjá FH
Sonni í leik með Midtjylland.
Sonni í leik með Midtjylland.
Mynd: Getty Images
Færeyski landsliðsmaðurinn Sonni Ragnar Nattestad er þessa dagana á reynslu hjá FH en þetta staðfesti Guðlaugur Baldursson aðstoðarþjálfari liðsins í samtali við Fótbolta.net í dag.

Sonni er 21 árs örvfættur miðvörður en hann er 197 cm á hæð. Sonni er án félags í augnablikinu en hann var síðast á mála hjá Midtjylland í Danmörku. Hann hefur einnig leikið með Horsens og Vejle á láni.

Þrátt fyrir ungan aldur þá á Sonni að baki 13 landsleiki með Færeyingum en hann hefur verið fastamaður í byrjunarliðinu í síðustu leikjum.

„Okkur bauðst að kíkja á hann og við sláum aldrei hendinni á móti því að kíkja á góða leikmenn," sagði Guðlaugur við Fótbolta.net.

Sonni mun spila með FH-ingum gegn Stjörnunni í Bose-mótinu í Kórnum klukkan 20:00 í kvöld sem og makedónski kantmaðurinn Hristijan Denkovski en hann er einnig á reynslu hjá FH.. Leikurinn í kvöld er í beinni á Sporttv.is.

Varnarmaðurinn Pétur Viðarsson verður ekki með FH næsta sumar en félagið krækti hins vegar í Bergsvein Ólafsson frá Fjölni í staðinn. Íslandsmeistararnir gætu síðan fengið frekari liðsstyrk í vörnina ef Sonni fær samning hjá félaginu.

Ef Sonni semur við FH þá verður hann annar færeyski landsliðsmaðurinn í hópnum eftir að félagið fékk markvörðinn Gunnar Nielsen í sínar raðir frá Stjörnunni á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner