Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. desember 2015 18:00
Magnús Már Einarsson
Hafsteinn og Óskar framlengja við ÍBV
Alfreð Elías Jóhannsson aðstoðarþjálfari, Óskar Elías, Halldór Páll Geirsson, Hafsteinn Gísli, Hannes Gústafsson varaformaður knattspyrnuráðs og Bjarni Jó aðalþjálfari.
Alfreð Elías Jóhannsson aðstoðarþjálfari, Óskar Elías, Halldór Páll Geirsson, Hafsteinn Gísli, Hannes Gústafsson varaformaður knattspyrnuráðs og Bjarni Jó aðalþjálfari.
Mynd: ÍBV
Knattspyrnuráð ÍBV hefur gengið frá samningum til þriggja ára við heimamennina, Óskar Elías Zöega Óskarsson og Hafstein Gísla Valdimarsson sem leikmenn mfl. karla ÍBV í knattspyrnu.

Óskar Elías og Hafsteinn Gísli eru eins og allir vita uppaldir hjá félaginu og eru með þessu að endurnýja samninga sína við félagið.

Óskar Elías er 20 ára og hefur verið hluti af leikmannahópi mfl. karla sl. 3 ár. Hann á að baki 9 leiki með liðinu í deild og bikar. Seinni hluta tímabilsins 2014 lék hann 8 leiki með BÍ/Bolungarvík og skoraði þar eitt mark. Í sumar lék hann svo 7 leiki með liði KFS seinni hluta tímabilsins, og skoraði þar 2 mörk.

Hafsteinn Gísli er 19 ára og hefur verið hluti af leikmannahópi mfl. karla sl. 2 ár, og á að baki einn leik með liðinu. Hafsteinn lék sl. sumar 14 leiki með KFS í 3. deild karla og öðlaðist þar mikla reynslu fyrir komandi ár.

„ÍBV sér þá félaga fyrir sér í þeirri Eyjastemmingu sem lið ÍBV á að byggja á næstu árin, og í því verkefni að koma ÍBV í fremstu röð. Þeir félagar verða hluti af þeim hópi leikmanna, þjálfara og knattspyrnuráðsmanna sem munu sameiginlega í góðu samstarfi efla ÍBV og búa til öflugt lið," segir í yfirlýsingu frá ÍBV:

Knattspyrnuráð ÍBV lýsir yfir mikilli ánægju með að þessir Eyjapeyjar séu áfram tilbúnir í slaginn með ÍBV og væntir mikils af þeim í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner