Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. desember 2015 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Hörður og félagar heimsækja Torino
Hörður Björgvin gæti spilað gegn Torino.
Hörður Björgvin gæti spilað gegn Torino.
Mynd: Getty Images
Þrír leikir eru á dagskrá í ítalska bikarnum í dag þar sem tvö lið úr Serie A mæta til leiks.

Fyrsti leikur dagsins er viðureign Spezia og Salernitana sem eru bæði í fallbaráttu Serie B.

Næst á Torino leik við Hörð Björgvin Magnússon og félaga í Cesena. Torino er að gera gott mót í Serie A og Cesena er í toppbaráttunni í Serie B.

Hörður Björgvin hefur ekki fengið að spila mikið fyrir Cesena á tímabilinu en áhugavert verður að sjá hvort á hann verði treyst í dag. Hörður spilaði síðasta leik er liðið lagði sterkt lið Pescara að velli og hélt hreinu.

AC Milan tekur á móti Crotone, sem er í öðru sæti B-deildarinnar, í lokaleik dagsins. Milan hefur verið að gera góða hluti í efstu deild eftir erfiða byrjun og er sex stigum frá meistaradeildarsæti.

Leikir dagsins:
14:00 Spezia - Salernitana
17:00 Torino - Cesena
20:00 Milan - Crotone
Athugasemdir
banner
banner