Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 01. desember 2015 14:27
Magnús Már Einarsson
Jón Guðni til IFK Norrköping (Staðfest)
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Varnarmaðurinn öflugi Jón Guðni Fjóluson hefur gert þriggja ára samning við sænsku meistarana í IFK Norrköping.

Jón Guðni kemur frítt til Norrköping frá GIF Sundsvall en samningur hans þar var að renna út.

„Ég held að það sé kominn tími á þetta. Ég held að það sé gott fyrir mig sem leikmann að komast í eitthvað betra," sagði Jón Guðni við Fótbolta.net á dögunum þegar ljóst var að hann myndi yfirgefa herbúðir Sundsvall.

Hinn 26 ára gamli Jón Guðni lék með Fram áður en hann fór til Beerschot í Belgíu árið 2011.

Eftir eitt ár þar fór hann síðan til Sundsvall þar sem hann hefur verið í lykilhlutverki undanfarin ár.

Hjá Norrköping á hann að fylla skarð David Boo Wiklander sem fékk ekki nýjan samning eftir að liðið varð sænskur meistari.

Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason var í stóru hlutverki hjá Norrköping á síðasta tímabili en hann hefur verið orðaður við önnur félög að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner