Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 01. desember 2015 13:00
Magnús Már Einarsson
Klopp: Erum ekki í leit að markverði
Simon Mignolet og Jurgen Klopp.
Simon Mignolet og Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ekki vera í leit að nýjum markverði.

Simon Mignolet hefur legið undir gagnrýni á tímabilinu og hann var meðal annars gagnrýndur í síðustu viku þegar hann fékk á sig óbeina aukaspyrnu gegn Bordeaux fyrir að halda á boltanum í 22 sekúndur.

Aðrir markverðir hafa verið orðaðir við Liverpool að undanförnu en Klopp segist ekki ætla að skipta Mignolet út.

„Ég er mjög ánægður með markvarðarstöðuna. Mér finnst leiðinlegt að eyðileggja fréttirnar ykkar en við erum ekki í leit að markverði," sagði Klopp.

Möguleiki er að varamarkvörðurinn Adam Bogdan fái tækifærið í marki Liverpool annað kvöld þegar liðið mætir Southampton í enska deildabikarnum en Klopp vildi ekkert staðfesta með það í dag.
Athugasemdir
banner
banner