Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. desember 2015 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mancini: Rauða spjaldið fáránlegt - Ekkert nema leikaraskapur
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini hefur fengið mikið lof fyrir frábæran árangur sinn með Inter í ítölsku efstu deildinni á tímabilinu.

Inter er búið að leiða deildina í nokkrar vikur en tapaði toppsætinu til Napoli í gærkvöldi, þegar liðin mættust á Stadio San Paolo, heimavelli Napoli.

Napoli vann leikinn 2-1 og fékk Yuto Nagatomo, vinstri bakvörður Inter, sitt annað gula spjald á 44. mínútu leiksins, við litla hrifningu Mancini.

„Því miður þá var rauða spjaldið fáránlegt. Þetta voru mistök hjá dómaranum, vegna þess að fyrra gula spjaldið átti engan rétt á sér. Þetta var ekkert nema leikaraskapur hjá Jose Callejon," sagði Mancini við Sky Sport Italia eftir leikinn.

„Annað gula spjaldið var verðskuldað. Nagatomo átti ekki að fara svona kæruleysislega í tæklinguna."

Mancini hrósaði tveimur leikmönnum Napoli í hástert eftir leikinn, Gonzalo Higuain sem gerði bæði mörk Napoli í leiknum og Pepe Reina sem átti stórkostlega markvörslu á lokasekúndum leiksins.

„Higuain er magnaður sóknarmaður, hann þarf ekki nema hálft færi til að skora. Higuain gerði gæfumuninn á vellinum í kvöld, rétt eins og Pepe Reina.

„Þetta var erfiður leikur, en þetta var leikur sem við áttum alls ekki skilið að tapa."

Athugasemdir
banner
banner
banner