Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 01. desember 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Muller til Chelsea eða Man Utd?
Powerade
Thomas Muller fagnar marki.
Thomas Muller fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Adrien Rabiot.
Adrien Rabiot.
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir óveður á Íslandi þá skilar slúðurpakkinn sér inn frá Englandi að venju.



Chelsea ætlar að berjast við Manchester United um að fá Thomas Muller frá FC Bayern. Chelsea vill fá Muller inn fyrir Diego Costa. (Daily Mirror)

Costa mun líklega snúa aftur í byrjunarlið Chelsea gegn Bournemouth á laugardag eftir að hafa verið ónotaður varamaður gegn Tottenham um helgina. (Guardian)

Chelsea getur ekki sent Radamel Falcao til baka úr láni til Monaco þar sem síðarnefnda félagið vill ekki taka við honum. (Daily Mail)

Ander Herrera vill ræða við Louis van Gaal, stjóra Manchester United, en hann er ósáttur við hlutverk sitt á Old Trafford. (Daily Star)

Móðir Cristiano Rnoaldo vill að hann fari aftur til Manchester United frekar en eitthvað annað. (Daily Mirror)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að félagið hafi rétt misst af samningi við Kingsley Coman í fyrra. Coman er að standa sig vel á láni hjá FC Bayern frá Juventus. (Evening Standard)

Arsenal er að undirbúa 22 milljóna punda tilboð í Ruben Neves miðjumann Porto en hann á að taka sæti Francis Coquelin sem er meiddur. (Sun)

Mark Hughes, stjóri Stoke, segir að Jack Butland sé ekki til sölu. (Daily Star)

Manchester United, Juventus og Barcelona eru að berjast um Breel Embolo, 18 ára framherja Basel. (Tuttosport)

Southampton vill fá kantmanninn Solly March frá Brighton á 7,5 milljónir punda. (Daily Mirror)

Tottenham og Arsenal vilja bæði frá miðjumanninn Adrien Rabiot frá PSG í janúar. (Buzzsport)

Steve McClaren, stjóri Newcastle, þarf að selja áður en hann getur byrjað að styrkja hópinn. (Daily Telegraph)

Hinn 34 ára gamli Martin Demichelis mun líklega fara frá Manchester City til Argentínu næsta sumar og klára ferilinn þar. (Manchester Evening News)

Ekki er útilokað að Santi Cazorla og Alexis Sanchez nái leiknum mikilvæga gegn Olympiakos í næstu viku en þeir eru á leið í frekari skoðanir eftir að hafa meiðst gegn Norwich um helgina. (London Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner