Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 01. desember 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Rijkaard hafnaði Valencia
Frank Rijkaard.
Frank Rijkaard.
Mynd: Getty Images
Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona, hefur hafnað tilboði um að gerast næsti þjálfari Valencia.

Nuno hætti með Valencia eftir tap gegn Sevilla um helgina og aðstoðarþjálfarinn Phil Neville stýrir liðinu nú tímabundið.

Rijkaard þjálfaði síðast landslið Sádi-Arabíu frá 2011 til 2013 en hann hefur ekki áhuga á að snúa aftur í fótboltann strax og því hafnaði hann Valencia.

Talið er að Valencia muni núna reyna að fá Michael Laudrup til að taka við en hann er í dag að þjálfa Lekhwiya í Katar.
Athugasemdir
banner
banner