Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. desember 2015 17:00
Elvar Geir Magnússon
Theodór Elmar: Vetrarfríið gott fyrir okkur
Theodór Elmar Bjarnason.
Theodór Elmar Bjarnason.
Mynd: Getty Images
Ein umferð er eftir af dönsku úrvalsdeildinni áður en vetrarhlé er gert á deildinni þar til í lok febrúar. Íslenski landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason leikur með AGF og segir það gott fyrir liðið að vetrarfrí sé framundan.

AGF er án sigurs í fimm síðustu leikjum sínum og er þremur stigum fyrir ofan neðsta sætið.

Theodór Elmar telur að hluti af skýringunni fyrir slæmu gengi liðsins sé að verið sé að aðlagast breyttum og sóknarsinnaðri leikstíl.

„Þetta gerist ekki allt á einu tímabili, eða eins og í okkar dæmi á tveimur til þremur mánuðum með fullt af nýjum leikmönnum," segir Elmar við bold.dk.

„Nú kemur vetrarfrí og við eigum að njóta þess og nýta það til að bæta leik okkar. Þetta á bara eftir að verða betra. Við verðum að halda áfram. Það er bara þegar við missum trúna sem þarf að hafa áhyggjur. Þannig er staðan ekki."

AGF mætir Midtjylland á föstudaginn í lokaleik sínum fyrir vetrarfrí.
Athugasemdir
banner
banner