Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. desember 2017 20:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andstæðingar Ísland á HM - Króatía
Modric í leik á Laugardalsvelli. Hann er einn besti miðjumaður heims, ef ekki sá besti.
Modric í leik á Laugardalsvelli. Hann er einn besti miðjumaður heims, ef ekki sá besti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Zlatko Dalic er þjálfari Króatíu.
Zlatko Dalic er þjálfari Króatíu.
Mynd: Getty Images
Mandzukic er hættulegur.
Mandzukic er hættulegur.
Mynd: Getty Images
Nú er orðið ljóst að Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Hér má sjá kynningu á Króatíu sem var í öðrum styrkleikaflokki.

Króatía hefur fimm sinnum tekið þátt í lokakeppni HM (eftir að hafa lýst yfir sjálfstæði 1991). Besti árangur þjóðarinnar á HM kom árið 1998 í Frakklandi, þá var niðurstaðan þriðja sæti.

Króatía
Íbúafjöldi: 4,17 milljónir
Sæti á heimslista FIFA: 17
Tóku síðast þátt á HM: 2014
Besti árangur: Þriðja sæti 1998

Stjarnan: Luka Modric
Einn besti miðjumaður heims, ef ekki sá besti. Orðinn 32 ára gamall, en það hefur lítið hægst á honum. Hann er potturinn og pannan í liði Real Madrid og hefur átt stóran þátt í velgengni liðsins undanfarin ár. Er með fyrirliðabandið hjá Króatíu, hann er leikmaðurinn sem ungir króatískir leikmenn líta upp til. Hefur leikið 103 landsleiki fyrir Króatíu og skorað í þeim 12 mörk. Við Íslendingar höfum mætt honum nokkrum sinnum og höfum oftar en ekki lokað vel á hann og hans gæði, nú síðast í Laugardalnum í júní. Vonandi verður það sama uppi á teningunum í Rússlandi í júní. Modric er að fara að leika á sínu þriðja HM, en hann spilaði einnig í Þýskalandi 2006 og Brasilíu 2014.

Sjá einnig:
Potturinn og pannan í liði Madrídinga

Þjálfarinn: Zlatko Dalic
Frekar lítið er vitað um Dalic. Hann tók við króatíska liðinu af Ante Cacic þegar aðeins einn leikur var eftir af undankeppninni. Hann stýrði liðinu í umspilinu gekk Grikklandi þar sem Króatía var örugglega áfram. Dalic var miðjumaður og lék lengst af með Hadjuk Split og Varteks á leikmannaferli sínum. Dalic hefur stýrt félagsliðinu al-Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðustu þrjú árin og kom þeim í úrslitaleikinn í Meistaradeild Asíu í fyrra. Hann mun stýra Króatíu á HM næsta sumar og það er hans stærsta "gigg" hingað til. Dalic er vel liðinn hjá leikmönnum Króatíu sem börðust fyrir því að hann yrði áfram eftir að hann kom liðinu á HM.

Leiðin á HM:
Króatía var með Íslandi í riðli eins og landsmenn ættu að vita. Króatía vann Ísland úti í Króatíu og var á toppnum lengi vel. En eftir 1-0 tap á Laugardalsvelli var jafnræðið meira. Ísland landaði efsta sæti riðilsins eftir að Pyri Soiri, þjóðhetja með meiru, jafnaði fyrir Finnland gegn Króatíu 1-1 í þýðingarmiklum leik. Króatía þurfti að sætta sig við umspil, en þar var Grikkland lítil fyrirstaða.

Gengin undanfarin mót:
2002: Féllu út í riðlakeppni
2006: Féllu út í riðlakeppni
2010: Voru ekki með
2014: Féllu út í riðlakeppni

Fyrri viðureignir gegn Íslandi:
Við losnum ekki við Króatíu. „Við vitum allt um Króatíu. Við erum eins og hjón sem eru alltaf að reyna að skilja. Það gengur ekkert, við tökum alltaf saman aftur," sagði Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, um Króatíu í dag. Ísland hefur sex sinnum spilað við Króatíu. Tvisvar árið 2005 í undankeppni HM 2006, en þá hafði Króatía betur í bæði skiptin, á mjög þægilegan hátt.

Frá 2013 höfum við fjórum sinnum mætt Króatíu. Einu sinni hefur endað með jafntefli, einu sinni með sigri Íslands og tvisvar með sigri Króatíu, en annar af þeim sigrum skilaði þeim á HM 2014.

Leikir Íslands og Króatíu undanfarin ár
Október 2013 - Ísland 0-0 Króatía
Október 2013 - Króatía 2-0 Ísland
Nóvember 2016 - Króatía 2-0 Ísland
Júní 2017 - Ísland 1-0 Króatía

Leikur Íslands og Króatíu á HM:
Verður 26. júní í Rostov.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner