Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 01. desember 2017 20:00
Hafliði Breiðfjörð
Andstæðingar Íslands á HM - Argentína
Lionel Messi er ekki bara stærsta stjarna Argentínu heldur líklega ein stærsta stjarna HM.
Lionel Messi er ekki bara stærsta stjarna Argentínu heldur líklega ein stærsta stjarna HM.
Mynd: Getty Images
Sampaoli þjálfar landslið Argentínu.
Sampaoli þjálfar landslið Argentínu.
Mynd: Getty Images
Mascherano er leikjahæstur hjá Argentínu með 141 leik.
Mascherano er leikjahæstur hjá Argentínu með 141 leik.
Mynd: Getty Images
Nú er orðið ljóst að Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Hér má sjá kynningu á Argentínu sem er í efsta styrkleikaflokki.

Argentína hefur 16 sinnum tekið þátt í lokakeppni HM, fyrst árið 1930, spilað fimm úrslitaleiki og unnið tvo þeirra.

Argentína
Íbúafjöldi: 44,5 milljónir
Sæti á heimslista FIFA: 4
Tóku síðast þátt á HM: 2014
Besti árangur: Heimsmeistarar 1978 og 1986

Stjarnan: Lionel Messi
Það þarf ekkert að segja mikið um Lionel Messi, þið vitið öll hver hann er. Hann er þrítugur leikmaður Barcelona og af mörgum talinn besti leikmaður heims, og jafnvel besti leikmaður allra tíma. Fyrirliði Argentínu og hefur fimm sinnum verið valinn besti leikmaður heims. Hann hefur spilað 123 leiki fyrir landslið þjóðar sinnar og skorað í þeim 61 mark. Stjarna hans skín aldrei skærar en með félagsliðinu, Barcelona, sem hann hefur leikið með allan sinn feril og skorað 361 mark í 395 leikjum. Hann er þó en að vonast eftir að ná gullinu á HM og við ætlum að gera okkar í að hindra hann í því í Rússlandi. Hann lék fyrst á HM í Þýskalandi 2006 og HM í Rússlandi verður fjórða Heimsmeistaramót hans með liðinu.

Þjálfarinn: Jorge Sampaoli
Jorge Sampaoli er 57 ára gamall Argentínumaður sem tók við argentíska landsliðinu 1. júní síðastliðinn og stýrði liðinu fyrst í 1-0 sigri á Brasilíu í vináttulandsleik. Hann hefur stýrt liðinu í 8 leikjum, þar af hafa fjórir unnist, þrír endað með jafntefli og einn tapast. Sampaoli hafði áður stýrt Sevilla á Spáni en í gegnum árin hefur hann komið víða við, og þjálfaði landslið Chile á árunum 2012-2016 og kom liðinu í útsláttarkeppni mótsins 2014.

Leiðin á HM
Lífið var enginn dans á rósum hjá Argentínu í undankeppni Heimsmeistaramótsins þetta árið þó þeir hafi hafið keppnina í fyrsta sæti á Heimslista FIFA og endað síðasta mót í 2. sæti. Í Suður Ameríku undankeppninni spilaði liðin 18 leiki og það blés ekkert byrlega hjá Argentínu í þessari keppni. Þeir unnu þó á endanum 7 leiki, gerðu 7 jafntefli og töpuðu fjórum. Staðan var orðin þannig fyrir lokaleikinn í riðlinum að þeir urðu að vinna Ekvador til að komast á mótið og eftir að hafa lent undir eftir 40 sekúndur ákvað Messi að hann ætlaði á mótið, henti í þrennu og liðið vann 3-1 sigur og þar með sæti á HM.

Gengi undanfarin mót
2002: 18. sæti
2006: 6. sæti
2010: 5. sæti
2014: 2. sæti

Fyrri viðureignir gegn Íslandi
Ísland og Argentína hafa aldrei mæst.

Leikur Íslands og Argentínu:
Verður í Moskvu 16. júní. Það er fyrsti leikur Íslands á mótinu.

Byrjunarlið í síðasta mótsleik

Athugasemdir
banner
banner
banner