Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fös 01. desember 2017 20:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andstæðingar Íslands á HM - Nígería
Victor Moses.
Victor Moses.
Mynd: Getty Images
Gernot Rohr stýrir Nígeríu.
Gernot Rohr stýrir Nígeríu.
Mynd: Getty Images
Iwobi er spennandi leikmaður.
Iwobi er spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Nú er orðið ljóst að Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Hér má sjá kynningu á Nígeríu sem var í fjórða styrkleikaflokki.

Nígería hefur sex sinnum tekið þátt á HM og aldrei komst lengra en í 16-liða úrslit. Verður breyting á því núna?

Nígería
Íbúafjöldi: 192,9 milljónir
Sæti á heimslista FIFA: 50
Tóku síðast þátt á HM: 2014
Besti árangur: 16-liða úrslit 1994, 1998 og 2014

Stjarnan: Victor Moses
Hefur fengið endurnýjun lífdaga hjá Chelsea undir stjórn Antonio Conte sem vængbakvörður. Hann hefur ekki spilað í stöðu vænbakvarðar hjá Nígeríu, þar fær hann meira frjálsræði og er oftast notaður á kantinum. Var lykilmaður í undankeppninni og kemur til með að spila stórt hlutverk á HM í Rússlandi. Moses, sem er 26 ára gamall hóf ferilinn með Crystal Palace og lék einnig með Wigan áður en hann gekk í raðir Chelsea. Hann þótti gríðarlega spennandi og átti að verða einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Hann var hins vegar lengi að brjótast út og eftir misheppnaðar lánsdvalir hjá Liverpool, Stoke og West Ham sló hann loksins í gegn með Chelsea á síðustu leiktíð, eins og áður segir í stöðu vængbakvarðar. Hann er fjölhæfur sem kemur til með að hjálpa Nígeríu, en hann á að baki 28 landsleiki fyrir Nígeríu og hefur í þeim skorað 10 mörk.

Þjálfarinn: Gernot Rohr:
Þýski aginn. Lék nokkra leiki með Bayern München sem leikmaður, en lengst af var hann hjá Bordeux í Frakklandi. Þjálfaði Bordeux um árabil eftir að hann hætti sem leikmaður og hefur einnig starfað hjá Nice, Young Boys og Ajaccio. Árið 2008 fór hann til Túnis og tók við Étoile du Sahel, en undanfarin ár hefur hann einbeitt sér að landsliðum í Afríku. Hann stýrði Níger, Gabon og Búrkína-Fasó áður en hann tók svo við Nígeríu í ágúst í fyrra.

Sjá einnig:
Þjálfari Nígeríu: Ísland með mjög gott lið og bestu stuðningsmenn Evrópu

Leiðin á HM:
Nígería kom sér í riðlakeppnina í undankeppninni í Afríku með því að leggja Svasíland í tveggja leikja viðureign. Nígería lenti í „dauðariðlinum" með Zambíu, Alsír og Kamerún, en tapaði ekki leik og varð fyrsta Afríku-landið til að komast til Rússlands.

Gengin undanfarin mót:
2002: Féllu út í riðlakeppni
2006: Voru ekki með
2010: Féllu út í riðlakeppni
2014: Féllu út í 16-liða úrslitum gegn Frakklandi

Fyrri viðureignir gegn Ísland:
Ísland og Nígería hafa aðeins mæst einu sinni í gegnum tíðina. Það var vináttuleikur árið 1981 á Laugardalsvelli sem endaði með 3-1 sigri Íslands. Mörk Íslands í leiknum gerðu Árni Sveinsson, Lárus Þór Guðmundsson og Marteinn Geirsson úr vítaspyrnu.

Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna.

Leikur Íslands og Nígeríu á HM:
Verður í Volgograd 22. júní.



Athugasemdir
banner
banner
banner